Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2007 10:34

Rjúpnaveiðin hefur oft byrjað betur

Rjúpnaveiðin hefur oft byrjað betur en á þessu veiðitímabili. Skessuhorn hefur fylgst með veiðinni og heyrt í nokkrum veiðimönnum og virðast þeir allir sammála um það. „Veiðin hefur ekki verið neitt sérstök, menn hafa verið að fá þetta tvo til fimm fugla og þeir sjá ekki mikið. Veðurfarið hefur verið leiðinlegt, rigning og rok til skiptis,“ sagði veiðimaður sem við heyrðum í vestur í Dölum, en hann fékk tvo fugla.  Þórarinn Sigþórsson tannlæknir var á svipuðum slóðum og náði í heldur meira af fugli fyrstu dagana. „Við fengum þó nokkuð af fugli og ætlum aftur í þessari viku á svipaðar slóðir til veiða. Þetta er góð útivist,” sagði Þórarinn ennfremur og bætti því við að nóg væri komið í jólamatinn.

Veiðimenn sem voru á ferð í Akrafjalli fengu eitthvað af fugli og aðrir veiðimenn sem við hittum á Holtavörðuheiðinni voru búnir að fá í matinn, fimm til sjö fugla. Nokkrir veiðimenn voru þar um helgina og veiðin var misjöfn, en útiveran var góð eins og einn veiðimaður orði það.

Vanur veiðimaður, sem hafði verið á skotveiðum alla fjóra dagana sem leyfilegt var frá opnun, hafði fengið tvo fugla á Arnarvatnsheiði. Slök veiði það.

 

Á myndinni er Jóhann Konráð Birgisson með eina rjúpu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is