Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2007 01:03

Fimmta sveitateitið verður nk. föstudagskvöld

Sveitateiti, árshátíð bænda á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands, verður haldið næstkomandi föstudag á Hótel Borgarnesi. Hátíðin er að þessu sinni í umsjón Búnaðarfélags Hvalfjarðar. Daníel Ottesen á Ytri Hólmi er formaður félagsins. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að hátíðin að þessu sinni væri sú fimmta í röðinni. “Hér mun gleðin og ánægja yfir fengsælu ári ráða ríkjum. Það verður snæddur góður matur undir styrkri stjórn Haraldar bóndi á Reyni, Einar K Guðfinnsson landbúnaðarráðherra flytur hátíðarræðu, Jóhannes eftirherma Kristjánsson fer með gamanmál og Grundartangakórinn syngur. Þá syngur og spilar Tríóið og Stuðbandalagið spilar loks fyrir dansi,” sagði Daníel.

Hann segir að veittar verði viðurkenningar fyrir ýmsa þætti er viðkoma landbúnaði á svæðinu. “Ég vil hvetja bændur og búalið til að fjölmenna og eiga saman góða uppskeruhátíð. Þeir sem enn eiga eftir að panta miða þurfa að hringja á skrifstofu Búnaðarsamtakanna sem fyrst,” sagði Daníel að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is