Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2007 07:16

Haraldur og Ingibjörg fengu menningarverðlaunin

Hjónin Haraldur Sturlaugsson og Ingibjörg Pálmadóttir hlutu menningarverðlaun Akraness í ár. Það er menningar- og safnanefnd bæjarins sem stendur fyrir þessari viðurkenningu sem ávallt er afhent við upphaf Vökudaga. Nefndin var með athöfn í Haraldarhúsi fyrir skömmu þar sem fjölskyldan og nánasta samstarfsfólk var samankomið. „Eins og ykkur er kunnugt um, hafa þau hjónin Haraldur og Ingibjörg unnið mikið starf við að setja hér upp glæsilega umgjörð sem segir okkur sögu Haraldar Böðvarssonar & Co eins og fyrirtækið hét lengst af. Við í nefndinni áttum ekki í neinum vandræðum með að ákveða einróma hverum við skyldum afhenda menningarverðlaun bæjarins í ár,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson formaður menningar- og safnanefndar þegar hann afhenti verðlaunin, glæsilegan grip gerðan af Dýrfinnu Torfadóttur og Finni Þórðarsyni.

Gripurinn er af höfrungum stökkva á milli skrúfuvængja með Akrafjallið í grunni.

 

Í þakkarávarpi þeirra hjóna kom fram að um 4000 gestir hafa komið í Haraldarhús frá opnun þess. Liðin eru vel á fjórða tug ára síðan Haraldur Sturlaugsson byrjaði að taka myndir upp úr kössum, myndir sem tengjast mjög atvinnusögu Akraness, en þá átti eftir að finna texta við þær nánast allar. Um 500 þeirra eru komnar upp á veggi Haraldarhúss með sína sögu. Við innrömmun myndanna hefur lagt hönd á plóg Steinn Helgason. Sagði Haraldur að Steinn hafi fært í húsið að jafnaði tíu myndir á dag síðasta árið og átta kom hann með sl. föstudag. Þau hjón nýttu tækifærðið og afhentu gjafir til nánustu samstarfsmanna sl. föstudag, þeirra Steins Helgasonar og Björns Inga Finsen og báðu þá að láta konur sínar njóta með sér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is