Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2007 11:13

KK og Einar og pólskur sunnudagur í Landnámssetrinu

Þeim sem misstu af sýningu þeirra félaga KK og Einars Kárasonar á “Svona eru menn” sem frumsýnd var fyrir tæpu ári gefst nú tækifæri til að sjá hana þar sem efnt hefur verið til aukasýning laugardaginn 10. nóvember kl 17 í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Miklu lofsorði var lokið á sýninguna. Meðal annars skrifaði blaðamaður Skessuhorns um sýninguna: “Verkið er ekki eins og venjuleg leiksýning, en líkt og hugmyndin að henni var upphaflega, er hún áræðin og öðruvísi. Áhugaverðar mannlífs- og samfélagslýsingar, sagðar af leiftrandi sögumanni ásamt flinkum flutningi listamannsins sjálfs á ljúfri og angurværri tónlist sinni, krydduð með glaðhlakkalegum húmor, er sýning sem óhætt er að mæla með í alla staði.”

Á sunnudaginn verður svo pólski þjóðhátíðardagurinn 11. nóvember haldinn hátíðlegur í Landnámssetrinu. Boðið verður uppá ekta pólska Zurek súpu, Bigos og pólska köku með kaffi. Þar sem Landnámssetur hefur látið gera pólska hljóðleiðsögn gefst pólverjum kostur á að skoða sýningarnar við sérstöku tilboðsverði – tveir fyrir einn. 

 

Allar nánari upplýsingar um sýningarnar er að finna á heimasíðu Landnámsseturs www.landnamssetur.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is