Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2007 11:20

Lambhrútar heimtast eftir að hrútaslátrun er lokið

Um hundrað og fimmtíu fjár heimtust um helgina  á Bjarnardal sem gengur út úr Norðurárdal í Borgarfirði. Ástæðan var sú að eigendur landsins hafa ekki sinnt smalaskyldum. Bjarndardalur tilheyrir jörðinni Hvassafelli í Norðurárdal og er það á hendi landeigenda, samkvæmt lögum, að sinna smölun eftir því sem fjallskilareglugerð sveitarfélagsins kveður á um. Að sögn Sigurjóns Jóhannessonar dreifbýlisfulltrúa Borgarbyggðar hafði það verið ítrekað formlega við eigendur Hvassafells að þeir smöluðu sitt land líkt og aðrir. Því var ekki sinnt og því voru ráðnir smalar á vegum Borgarbyggðar en kostnaðurinn fellur á landeigendur.  Sem fyrr segir heimtust 150 fjár og voru kindurnar frá ríflega tuttugu bæjum. Í hópnum var töluvert af lambhrútum en þess má geta að ekki er hægt að farga lambhrútum eftir 31. október. Sigurjón segir að vandamál sem þetta fylgi breyttu eignarhaldi bújarða en þetta sé hinsvegar það versta hingað til.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is