Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2007 12:25

Nýtt safnhús við Sjóminjasafnið á Hellissandi

Á laugardaginn var hófst vinna við byggingu nýrrar skemmu við Sjóminjasafnið á Hellissandi. Öflug vinnuvél frá Snæbirni Kristóferssyni hóf þá að grafa fyrir grunni byggingarinnar í hraunjaðrinum. Skemman á að verða sýningar- og geymslustaður fyrir áttæringana sem Sjóminjasafnið varðveitir, þá Blika og Ólaf Skagfjörð. Blikinn er elsta fiskveiðiskip íslenskt sem varðveitt er, en hann var smíðaður í Akureyjum í Breiðarfirði árið 1826. Húsið verður með áþekkt útlit og sú skemma sem fyrir er í Safninu. Það verður byggt úr steypueiningum með sjávarmalaráferð frá Loftorku í Borgarnesi og mun fyrirtækið annast uppsetningu eininganna. Gólfflötur þess verður 120 fermetrar.  Stefnt er að því að byggingin verði fokheld á vordögum 2008.

Á undanförnum tveimur árum hafa verið gerðar endurbætur á umhverfi og húsum Sjóminjasafnsins, aðgengi bætt að safninu og munir þess skráðir og merktir á íslensku og ensku. Sjóminjasafnið nýtur meðal annars fjárhagslegs stuðnings frá Þjóðhátíðarsjóði, framlags á fjárlögum Alþingis og framlags frá Snæfellsbæ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is