Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2007 03:26

Sólvellir fá Grænfánann

Í gær fékk leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði afhentan grænfána sem er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða umhverfismennt og umhverfisstefnu í skólum.  Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Rannveig Thoroddsen frá Landvernd kom og afhenti fánann þá voru foreldrar og aðrir gestir viðstaddir. Nemendur úr 1. bekk grunnskólans komu einnig en þeir hafa unnið að þessu verkefni þegar þeir voru í leikskólanum. Rannveig afhenti elstu nemendum leikskólans fánann og fóru þau með hann út þar sem honum var flaggað.

Árið 2005 gekk leikskólinn Sólvellir til liðs við verkefnið ,,Skólar á grænni grein” og hefur stefnt að því að flagga grænfánanum í kjölfar þess.  Samin var umhverfissáttmáli sem sendur var til allra foreldra í september. Umhverfisnefnd er starfandi í leikskólanum og eru fundir hennar að jafnaði einu sinni í mánuði. Haldnir eru umhverfisfundir með elstu nemendum leikskólans þar sem umhverfismál eru rædd og þau koma með tillögur um hvernig eigi að vernda umhverfið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is