Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2007 10:23

Búreikningaskýrsla Hagþjónustunnar komin út

Árleg skýrsla Hagþjónustu landbúnaðarins um uppgjör búreikninga í nautgripa- og sauðfjárrækt fyrir árið 2006 er komin út. Í frétt frá Hagþjónustunni kemur fram að í heild hafi borist bókhaldsgögn frá 368 búum víðsvegar af landinu, en til uppgjörs nýttust gögn frá 337 búum. Búreikningsbúin í uppgjöri ársins framleiddu 27% af heildarframleiðslu mjólkur og 12,4% af heildarframleiðslu kindakjöts á landinu á árinu 2006. 

Kúabú

Alls eru reikningar frá 122 kúabúum í uppgjöri stofnunarinnar hvort ár fyrir sig. Bústærð er að meðaltali 36,9 mjólkurkýr 2006 samanborið við 34,7 mjólkurkýr 2005. Innlagðir mjólkurlítrar eru að meðaltali 180.095 á bú árið 2006 sem er aukning um nær 14.000 lítra milli ára. Greiðslumark eykst um 7,4% og er 179.775 lítrar að meðaltali. Fram kemur, að búgreinatekjur hækka úr 15.662 þúsund kr. á árinu 2005 í 17.982 þúsund kr. 2006, eða um 14,8%. Framlegð nemur 12.260 þúsund kr. og hækkar um 12,2%. Hagnaður fyrir vexti, fjármagnsliði og óreglulegar tekjur er 6.576 þúsund kr.; hækkun er 13,2% á milli ára. Tap frá rekstri er 1.644 þúsund kr. árið 2006 samanborið við 399 þúsund kr. árið 2005. Frávik í vaxtagjöldum er m.a. til skýringar á auknu tapi frá rekstri en þau nánast tvöfaldast á milli ára voru 2.700 þúsund kr. (2005) en eru 4.362 þúsund kr. (2006) Fjárfestingar eru 5.848 þúsund kr. árið 2006 sem er samdráttur um 8,4% frá fyrra ári. Um 85% fjárfestinga á kúabúum eru vegna kaupa á vélum og tækjum og greiðslumarki (bæði árin). Veltufjármunir  lækka úr 2.415 þúsund kr. 2005 í 2.086 þúsund kr. 2006, sem er lækkun um 13,6%. Fastafé hækkar úr 25.917 þúsund kr. 2005 í 28.352 þúsund kr. 2006. Bókfærðar eignir alls hækka þannig úr  28.333 þúsund kr. í 30.438 þúsund kr., eða um 7,4% á milli ára. Skuldir aukast úr 31.973 þúsund kr. árið 2005 í 37.216 þúsund kr. árið 2006; hækkunin nemur 16,4%. Höfuðstóll fellur úr -3.641 þúsund kr. á árinu  2005 í -6.778 þúsund kr. 2006.

 

Sauðfjárbú

Alls eru reikningar frá 71 sauðfjárbúi í uppgjörinu hvort ár fyrir sig. Bústærð er að meðaltali 328,2 vetrarfóðraðar kindur 2006 samanborið við 319,6 vetrarfóðraðar kindur 2005. Innvegið kindakjöt minnkar á milli ára um 531 kg sem að líkindum má rekja til minni umsýslu (þ.e. útflutnings). Greiðslumark er að meðaltali 5.130 kg (2006) en var 4.945 kg (2005). Búgreinatekjur hækka úr 4.394 þúsund kr. á árinu 2005 í 4.714 þúsund kr. árið 2006, eða um 7,3%. Framlegð nemur 3.425 þúsund kr. og hækkar um 7,4%. Hagnaður fyrir vexti, fjármagnsliði og óreglulegar tekjur nemur alls 1.262 þúsund kr., sem er 7,7% hækkun frá fyrra ári. Tap frá rekstri er 161 þúsund kr. sem er verri afkoma en á árinu áður, er hagnaður nam 112 þúsund kr. Frávik í vaxtagjöldum er m.a. til skýringar á auknu tapi frá rekstri, en þau hækka um 57,2% á milli ára. Fjárfestingar aukast á milli áranna 2005 og 2006 og fara úr 1.046 þúsund kr. í 1.286 þúsund kr. og nemur hækkun þeirra 22,9%.  Stærsti einstaki fjárfestingaliðurinn er vélar og tæki, eða 68%. Veltufjármunir lækka úr 1.142 þúsund kr. 2005 í 1.026 þúsund kr. 2006, eða um 10,2%. Fastafé hækkar úr 7.052 þúsund kr.  2005 í 7.772 þúsund kr. 2006. Bókfærðar eignir alls hækka þannig úr 8.194 þúsund kr. í 8.798 þúsund kr., eða um 7,4%. Skuldir aukast úr 6.291 þúsund kr. árið 2005 í 6.954 þúsund kr. árið 2006; hækkunin nemur 10,5%. Höfuðstóll búanna lækkar um 3%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is