09. nóvember. 2007 11:05
Í dag verður skrifað undir nýjan samning um leigu á því laxvæna svæði, Straumunum í Borgarfirði. Það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem er fá svæðið. Nokkur tilboð bárust í svæðið en Stangaveiðifélag bauð hæst. Mjög góð veiði var í Straumunum í sumar og veiddust 450 laxar. Í fyrra var svæðið leigt á um fimm milljónir króna og hækkar leigan eitthvað, ekki hefur fengist staðfest hversu mikið. Það var veiðifélagið Laxá og Árni Baldursson sem voru með Straumana á leigu síðustu árin. Mikil slagur er um laxveiðisvæði sem losna og margir aðilar sem jafnan eru um hituna. Til dæmis er Hörðudalsá í Dölum til leigu og hafa nokkrir sýnt henni áhuga, en áin hefur ekki verið boðin út ennþá. Mjög lítil veiði hefur verið í henni síðustu árin.