Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2007 10:41

Samkaup opnar nýja verslun á Bifröst í dag

Samkaup er heldur betur að færa út kvíarnar á Vesturlandi þessa dagana því fyrirtækið ætlar að opna tvær nýjar verslanir á næstunni. Á Bifröst verður í dag klukkan 14 opnuð verslun í nýju húsnæði og þá verður í Grundarfirði opnað í nýju húsi viku síðar, þann 16. nóvember. „Við ætlum að bæta þjónustuna á báðum stöðum og auka vöruúrvalið. Í Grundarfirði breytum við yfir úr Samkaup Strax í Samkaup Úrval sem þýðir lægra vöruverð,“ segir Kjartan Már Kjartansson hjá Samkaupum í samtali við Skessuhorn. Á Bifröst hefur verið Samkaup Strax verslun í afar litlu og þröngu húsnæði. Þar verður nú mikil breyting á því byggt hefur verið nýtt og glæsilegt 400 fm. húsnæði undir starfsemina. „Þessi litla verslun var fyrir löngu sprungin og við erum að koma til móts við vaxandi háskólasamfélag á Bifröst og nágrenni.

Í Grundarfirði höfum við verið í samstarfi við N1, með söluskálann og bensínstöðina, og rekið verslun í öðru húsnæði. Nú erum við búnir að byggja og verðum með allt undir einu þaki í rúmu og góðu húsnæði. Vöruúrvalið eykst hjá Grundfirðingum og vöruverðið lækkar, þannig að við erum sannfærðir um að fólk kemur til með að fagna þessum breytingum hjá okkur. Við höfum fundið þörf fyrir aukinni og bættri þjónustu á báðum þessum stöðum, Bifröst og Grundarfirði og erum að koma þar til móts,“ sagði Kjartan Már Kjartansson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is