Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2007 11:25

Lokasprettur Vökudaga

Menningarhátíðinni Vökudögum lýkur á morgun og því er lokaspretturinn á þessari fjölbreyttu og skemmtilegu hátíð framundan. Í hádeginu heldur Hanna Þóra Guðbrandsdóttir tónleika í Skrúðgarðinum og er ástæða til að hvetja fólk til að mæta og hlýða á þessa frábæru söngkonu. Í kvöld k. 20 hefjast svo glæsilegir afmælistónleikar Fjölbrautaskóla Vesturlands í Bíóhöllinni en þar stíga á svið margar helstu stjörnurnar í 30 ára sögu skólans, m.a. Andrea Gylfadóttir og hljómsveitin Tíbrá.

 

Hanna Þóra verður svo í einu aðalhlutverka á morgun, laugardaginn 10. nóvember, á tónleikum kvennakórsins Vox Feminae og karlakórsins Fóstbræðra, en tónleikarnir hefjast kl. 16 í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Þar mun Hanna Þóra syngja einsöng með kórunum báðum, auk þess sem kórarnir flytja dagskrá sitt og hvoru lagi og taka svo nokkur lög saman. Á efnisskrá eru margar perlur íslenskrar tónlistar auk þekktra erlendra verka. Þetta verður um leið skemmtileg prófraun fyrir hinn nýja og glæsilega tónleikasal skólans, enda gert ráð fyrir allt að 100 söngvurum á sviði á sama tíma. Ennþá er hægt að tryggja sér miða í forsölu en þó er rétt að benda fólki á að tryggja sér miða sem fyrst, enda hver að verða síðastur og fáir miðar í boði. Forsala aðgöngumiða er í verslun Eymundsson á Akranesi og kostar miðinn krónur 2000 en krónur 2500 við innganginn. Norðurál er styrktaraðili tónleikanna og einn aðalbakhjarl Vökudaga 2007.

 

Annað kvöld býður Orkuveita Reykjavíkur svo upp á glæsilega flugeldasýningu í Kalmansvík og þar verður einnig brenna og annar ljósagangur ef veður leyfir. Flugeldasýningin hefst stundvíslega kl. 20. Strax að sýningunni lokinni hefst svo keltnesk söngvaka í Skrúðgarðinum. Þar geta allir þeir sem misstu af keltnesku söngveislunni á Írsku dögunum í sumar tekið gleði sína á ný því dagskráin verður endurtekin og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fólk er hvatt til að taka undir og jafnvel spila með – ef svo ber undir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is