Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2007 02:00

Skallagrímur tapaði suður með sjó

Skallagrímur tapaði fyrir Grindavík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi, en lyktir leiksins urðu 90-74 heimamönnum í vil. Skallagrímur byrjaði leikinn vel og komst í 0-7 og heimamenn skoruðu ekki fyrr en eftir tæplega fjögurra mínútna leik. Eftir það komust heimamenn á bragðið og náður forystu. Grindavík leiddi eftir fyrsta leikhluta 20-13 og lét forystuna aldrei af hendi. Heimamenn héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust í 46-35 fyrir hálfleik.

 

Mikil barátta einkenndi þriðja leikhluta, en Grindavík komst mest í 17 stiga forystu. Þá tók Kenneth Webb þjálfari Skallagríms leikhlé og eftir það komust Skallarnir meira inn í leikinn. Ellefu stiga munurinn úr hálfleik hélst þó eftir þriðja leikhluta, 70-59. Liðin skiptust á að skora framan af fjórða leikhluta. Skallagrímur átti góðan kafla þegar nokkuð var liðið á leikhlutann og minnkaði muninn í átta stig. Þá komu Grindvíkingar til baka og juku forskotið á ný og höfðu að lokum sextán stiga sigur 90-74.

 

Darrell Flake var stigahæstur í liði Skallagríms með 24 stig, Allan Fall skoraði 22 og Milojica Zekovic 15. Skallagrímur er eftir leikinn í áttunda sæti deildarinnar með fjögur stig. Næsti leikur liðsins verður sannkallaður stórleikur því þá tekur Skallagrímur á móti nágrönnum sinnum í Snæfelli. Sá leikur fer fram föstudaginn 16. nóvember og hefst klukkan 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is