Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2007 08:16

Glæsileg Samkaupsverslun opnuð á Bifröst

Íbúar háskólasamfélagsins á Bifröst höfðu ærna ástæðu til að fagna enda fjölmenntu þeir á vígslu nýrrar Samkaupsverslunar sem þar opnaði sl. föstudag í 400 fermetra rými. Segja má að þar hafi einkar glæsileg matvöru- og smávöruverslun opnað, jafnvel með tilliti til þess íbúafjölda sem á Bifröst er. Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, ávarpaði gesti og opnaði verslunina formlega. Við þetta tækifæri afhenti hann styrki til leikskólans Hraunborgar, útskriftarfélags Háskólans á Bifröst og til níunda bekkjar grunnskóla Borgarbyggðar á Varmalandi. Nemendur leikskólans á Hraunborg sungu undir stjórn Önnu Maríu Sverrisdóttur, leikskólastjóra.

Reynir Kristinsson, forseti viðskiptadeildar flutti ávarp af hálfu háskólans og fagnaði tilkomu hinnar nýju verslunar. Þá var gestum boðið upp á veitingar og færi gafst á að skoða nýju verslunina.

 

Nánar verður greint frá opnuninni í máli og myndum í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is