Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2007 11:03

Fjölmenni á afmælistónleikum FVA

Fjölmenni var á afmælistónleikum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem haldnir voru í Bíóhöllinni á föstudaginn. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni þess að um þessar mundir eru 30 ár síðan skólinn var settur í fyrsta sinn, en það var þann 12. september árið 1977. Skólinn hét fyrstu árin Fjölbrautaskólinn á Akranesi en tíu árum síðar fékk hann núverandi heiti. Allir þeir sem komu fram á tónleikunum eru núverandi eða fyrrverandi nemendur skólans. Hljómsveitirnar Pet Cemetary og Ferlegheit, sem nýverið lentu í fyrsta og öðru sæti tónlistarkeppni skólans sem einnig var hluti af afmælisfagnaðinum, stigu á stokk. Þá mætti Andrea Gylfadóttir og söng með Eðvarði Lárussyni og einnig hljómsveitinni Tíbrá, sem lék einnig án hennar.

Hljómsveitin Worm is Green spilaði einnig, en hún er nýverið komin úr mikill reisu um Austur-Evrópu. Þá léku einnig hljómsveitirnar Abbababb og Planck. Mikil og góð stemning var í salnum og ljóst á því hæfileikafólki sem steig á svið að FVA fóstrar hæfileika sinna nemenda.

 

Sjá fleiri myndir frá tónleikunum í Skessuhorni vikunnar, sem kemur út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is