Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2007 01:30

Út og suður hlaut Edduna

Sjónvarpsþættir Gísla Einarssonar fréttamanns, Út og suður, sem verið hefur til sýningar í Ríkisútvarpinu undanfarin sumur hlaut Edduverðlaunin sem veitt voru í gærkvöldi. Þáttur Gísla var hnífjafn að stigum og fréttaskýringaþátturinn Kompás sem sýndur er á Stöð2. Saman deildu því þessi tveir þættir verðlaunum fyrir frétta og/eða viðtalsþátt ársins. Gísli sagðist í samtali við Skessuhorn vera bærilega kátur með þessa viðurkenningu. “Það er ánægjulegt að fá slíka viðurkenningu frá akademíunni ekki síst vegna þess að þættirnir fjalla um landsbyggðina. Vinsældir þáttanna eru sökum þess að þeir fjalla um venjulegt fólk sem í þessu tilfelli býr ekki í ákveðnu ótilgreindu póstnúmeri.

Fyrst og fremst þakka ég fólkinu sem rætt hefur verið við. Þá hefur við gerð þáttanna skapast skemmtilegur ungmennafélagsandi sem hjálpað hafa uppá sakirnar.

 

Kvikmyndatökumaður þáttanna er Freyr Arnarson. “Honum vil ég þakka og þá vil ég nota þetta tækifæri til að þakka tveimur heimamönnum sem lagt hafa gjörva hönd á plóg, en það eru þau Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri sem m.a. samdi upphafsstef þáttanna og Guðrún Björk Friðriksdóttir sem unnið hefur grafík og veitt ómælda aðstoð við tölvuvinnslu,” sagði Gísli. Aðspurður vildi hann ekkert gefa uppi á þessu stigu um hvort áframhald verði á gerð þáttanna, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur hann fengið býsna mikla hvatningu til að láta ekki staðar numið við gerð þeirra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is