Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2007 01:42

Allt krökkt af síld í Grundarfiði

Grundarfjörður kraumar af síld þessa dagana og nú er þar fjöldi skipa á veiðum í hafnarkjaftinum. Mikil veiði hefur verið í firðinum frá 9. október og virðist ekkert lát á henni. Runólfur Guðmundsson útgerðarmaður í Grundarfirði sagði í samtali við Skessuhorn að gríðarlegt magn veiddist um þessar mundir í firðinum. „Þetta er mögnuð sjón að líta yfir fjörðinn. Nú eru níu bátar að veiðum og margir eru á nösunum, þeir eru svo hlaðnir,“ sagði Runólfur í samtali við Skessuhorn rétt í þessu.

Runólfur segir mikið hafa verið um að vera og menn vakni við töluverð læti á morgnana. „Ég reiknaði það út um daginn að það væru á milli 40 og 50 þúsund hestöfl að banka úti á firði og það er enginn smáhelvítisskarkali af þessu. En það er mikill sómi af því hvernig þeir vinna þetta. Mér sýnist hver padda vera nýtt og þeir sem sigla með í land dæla umframafla í vinnsluskipin. Einmitt núna eru tveir sníkjarar komnir að þiggja afla,“ segir Runólfur og hlær. „Vinnsluskipin sigla síðan út fyrir fjarðarkjaftinn þannig að ekkert er unnið hér inni í firðinum. Þetta er þessum drengjum til mikils sóma.“

 

Sjálfur var Runólfur á síld á sjöunda áratugnum og skipið sem hann var á var á topp tíu lista yfir aflahæstu skip flotans. „Við tókum 17 þúsund mál og tunnur ef ég man rétt. Ég laumaði því nú að karli föður mínum um daginn þegar við fylgdumst með tveimur síldarbátum sigla út fjörðinn að þessir tveir væru með jafnmikið innanborðs og við fiskuðum allt sumarið á þessari aflafleytu hér um árið. Þeir geta klárað allan síldarkvótann hér ef þetta heldur svona áfram. Annars skil ég ekkert í sjónvarpsfólki að mæta ekki á svæðið og mynda þetta. Þetta er alveg mögnuð sjón og engu minna ævintýri en menn syngja um í gömlum síldarslögurum,“ segir Runólfur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is