Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2007 07:32

Eðalfiskur kaupir Reykás

Matvælavinnslufyrirtækið Eðalfiskur í Borgarnesi keypti á dögunum Reykás við Grandagarð í Reykjavík, sem hefur fengist við svipaða framleiðslu, það er reykingu og vinnslu á laxi.  Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðssonar hjá Eðalfiski er fyrirtækið með þessu að styrkja sig á innlenda markaðnum, en Reykás hefur verið mikið í að reykja fisk fyrir hinn almenna veiðimann. Skarast viðskiptamannahópar Eðalfisks og Reykáss mjög lítið og er Eðalfiskur því væntanlega að fjölga talsvert sínum viðskipavinum með þessum kaupum. Reykás er þó heldur minna fyrirtæki en Eðalfiskur, sem nemur þriðjungi miðað við veltu síðasta árs.

 

Sökum erfiðrar stöðu íslensku krónunnar hætti Eðalfiskur að flytja út reyktan lax á sl. vetri. Útflutningurinn nam 50% framleiðslunnar sl. ár. Um svipað leyti var starfsmönnum vinnslunnar fækkað og eru þeir 12 talsins í dag. Kristjáns Rafn vonast til að geta haldið þeim fjölda, en líklega verður þó að fjölga starfsmönnum eitthvað þegar nálgast jólin. Hann segir kaupverðið á Reykási trúnaðarmál.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is