Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2007 07:28

Nýr sjóvarnargarður í Ólafsvík

Unnið er þessa dagana að sjóvarnargarðsgerð á bak við Hróahúsin í Ólafsvík. Björn Arnaldsson, hafnarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að þessi garður sé framhald af sjóvörn við verbúðinar og tengist garðinum sem er austan við Hróahúsin. Hann segir að sjóvarnargarðurinn sé 130 metra langur og komi til með að verja húsin fyrir ágangi sjávar sem er talsverður á þessum stað. Kostnaður við verkið er 15 milljónir króna og magnið um 115 þúsund rúmetrar sem þarf af grjóti og kjarna. Verkinu á að vera lokið í desember.

“Stafnafell ehf sér um þessar framkvæmdir og hefur þegar verið samið við fyrirtækið um að taka að sér gerð sjóvarnargarða á næsta ári. Verða þá settir upp tveir sjóvarnargarðar, annars vegar við Ennisbraut þar sem settir verða 175 metrar af grjótvörn og hins vegar 125 metra sjóvarnargarður við ytra Klif,” segir Björn.

 

Miklar hafnarframkvæmdir hafa verið í höfnum í Snæfellsbæ á þessu ári. Nú er verið að dýpka Rifshöfn og síðar verður höfnin í Ólafsvík sömuleiðis dýpkuð. Í báðum höfnunum verða sett niður stálþil fyrir áramót auk þess sem flotbryggja verður sett upp í Rifi fyrir björgunarbátinn Björgu. Björn segir að í sumar hafi verið unnið að umhverfisþáttum við hafnirnar í Snæfellsbæ, eins og að leggja gangstéttar og kantsteina. “Við leggjum áherslu á að vinna að einhverjum umhverfismálum á hverju sumri,” sagði Björn sem bætir við að lokum að árið 2006 hafi verið besta árið í sögu hafnarsjóðs tekjulega séð, en þá voru heildartekjur hafnanna um 93 milljónir króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is