Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2007 01:17

Nýtt fæðingarmet sett á SHA

Nýtt fæðingarmet hefur verið sett á fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness. Það var drengur úr Ólafsvík sem þegar hefur verið gefið nafnið Brynjar Már sem var barn númer 239 sem fæddist á þessu ári. Foreldrar hans eru Margrét Ósk Sölvadóttir og Viktor Reinholdsson. Fyrra metið er frá síðasta ári en þá fæddust 238 börn. Því er sýnt að talan á eftir að hækka töluvert meira því enn lifir nokkuð af árinu 2007.  Blaðamaður Skessuhorns leit við á fæðingardeildinni í vikunni og ræddi við Önnu Björnsdóttur deildarstjóra og ljósmóður og Helgu R. Höskuldsdóttur ljósmóður. Þær voru sammála um að margir þættir væru þess valdandi að svo margar konur sæktu í að eiga börn sín á Akranesi. Meðal annars væri að þar væri boðið upp á lengri sængurlegu, deildin væri sérstaklega persónuleg, hugguleg og vel tækjum búin.

Sturta og klósett væri inni á hverju herbergi og ekki spillti útsýnið fyrir þar sem Snæfellsjökull væri þar í öndvegi. Þær stöllur sögðu að Sigurður Pétursson hefði arfleitt deildina að öllu sínum eigum og væri hægt að hafa hana með þeim brag sem raun ber vitni. Svítan á deildinni heitir í höfuðið á honum. Mikið annríki hefur verið á deildinni nánast allt árið og flest sem bendir til þess að svo verði áfram. Að minnsta kosti 30 konur eru þegar skráðar inn fram til áramóta svo fyrirséð er að stórt met er í uppsiglingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is