Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2007 10:15

Tóku að sér löndun í fjáröflunarskyni

Vegfarendur sem áttu leið um Ólafsvíkurhöfn síðdegis á föstudag veitti því athygli að fjöldi ungra manna voru saman komnir á bryggjunni. Þegar betur var að gáð voru þessir hressu menn að bíða komu síldarvinnslubátsins Guðmundar VE sem kom til þess að landa 420 tonnum af beitusíld. Þessir menn voru á vegum knattspyrnudeildar Víkings í Ólafsvík og hafði félagið tekið að sér löndun í fjáröflunarskyni. Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnuráðs sagði í samtali við Skessuhorn að alls hefðu um 30 manns verið við löndun þegar mest var. “Við byrjuðum klukka 17 og voru að til 8 á laugardagsmorgun. Þetta var góð törn en gjaldkerinn verður ánægður þegar löndunin verður gerð upp,“ sagði Jónas og þurrkaði af sér svitann.

Hann bætti við að svona löndun tæki vel á. Hann segir að hluti tekna fyrir löndunina yrði notaður í æfingarferð erlendis næsta vor og vildi hann koma fram þakklæti til þeirra sjálfboðaliða sem lögðu á sig ómælda vinnu við þessa löndun, en það voru knattspyrnumenn og stuðningsmenn liðsins sem sáu um vinnuna. Þess má að lokum geta að Guðmundur VE er stærsta fiskiskip sem komið hefur í Ólafsvíkurhöfn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is