Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2007 01:18

Útilokaðir frá veiðileyfakaupum

Hér var þó beitt flugu
Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, SVFR, hefur útilokað veiðimenn sem voru við veiðar í Hítará í haust frá veiðileyfakaupum viðitímabilin 2008 til 2010 í þeim ám sem félagið hefur til umráða. Í september síðastliðnum voru veiðimenn staðnir að verki við að veiða með maðk í Hítará, þar sem einungis er leyfilegt að veiða með flugu. Það er SVFR sem er með ána á leigu og hefur stjórn félagsins ákveðið að umræddir veiðimenn verði útilokaðir frá veiðileyfakaupum næstu þrjú árin.

Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður er einn þeirra sem var við veiðar í ánni umræddan dag. Hann hefur ritað opið bréf til stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem birtist að hans beiðni á vef félagsins. Þar telur hann forsendur úrskurðarins vera rangar þar sem hann hafi ekkert verið að veiða með maðk í ánni og skorar á félagið að taka málið til endurskoðunar. Einnig segir hann í bréfi sínu að margir félagsmenn SVFR hafi haft samband við hann og tjáð honum að málsmeðferð SVFR sé í molum vegna meintra veiðileyfabrota.

 

Haraldur Eiríksson markaðs- og þjónustufulltrúi SVFR segir það bara ekki rétt að málsmeðferð félagsins sé í molum þegar kemur að veiðileyfabrotum. „Stjórn félagsins kemur saman og skoðar hvert mál fyrir sig og metur hvert brot út frá lögum og reglum félagsins. Ef brotið orkar tvímælis á einhvern hátt þá er haft samband við meinta brotaþega og þeim gefin kostur á að andmæla. Í þessu tilfelli var þess ekki þörf þar sem skýrsla veiðivarðar tók af öll tvímæli og málið var ekki tekið fyrir fyrr en hún var komin í hendur stjórnar,“ sagði Haraldur Eiríksson.

Bjarni Júlíusson formaður SVFR segir á vef félagsins að Atli hafi haft allan aðgang að þeim gögnum sem almennur veiðimaður geti fengið. Hins vegar sé hann ekki félagsmaður og því sé ekki óeðlilegt að neita honum um fundargerðir og önnur slík gögn. Varðandi atvikalýsingar Atla þá hafi hann þar orðið margsaga og jafnframt sé ekki leyfilegt samkvæmt veiðireglum SVFR að veiðifélagar sem deili stöng séu að veiða á sitt hvorum bakkanum. Úrskurður stjórnar gangi einfaldlega út á að þegar annar veiðifélaginn hafi sannarlega verið uppvís að alvarlegu veiðibroti verður samveiðimaður hans að bera sameiginlega ábyrgð á brotinu, því hann hefði mátt vita af því. Úrskurður stjórnar standi því óbreyttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is