Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2007 03:00

Ísland verði í forystu með vistvæna orku

Bæjarstjórn Akraness hvetur til þess að forystuhlutverk Íslendinga við beislun vistvænnar orku verði tryggt. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi á mánudag. Í henni kemur fram að nú sé rétt að einbeita sér að framtíðarhagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda hennar, sem m.a. geti falist í verkefnum á erlendri grundu. OR búi yfir miklum mannauði sem nýtist í rannsóknum og framkvæmdum á sviði orkuvinnslu hér á landi sem erlendis. Því sé nauðsynlegt að fyrirtækinu gefist kostur á að þróa og efla starf sitt á þeim vettvangi. Þá segir í bókuninni að ljóst sé að græn orka verði sífellt eftirsóknarverðari lausn á orkuþörf mannkyns og því sé mikilvægt að Íslendingar leggi sitt af mörkum á alþjóðavísu.

Þá segir í bókuninni: „Bæjarstjórn Akraness hvetur til þess að Íslendingar sameini krafta sína sem mest í orkunýtingu á alþjóðavísu.

 

Þau verkefni þarfnast þó ævinlega vandaðs undirbúnings, upplýstrar umræðu og lýðræðislegrar ákvarðanatöku þar sem verið er að fara með almannahagsmuni og opinbera fjármuni.“

Á bæjarstjórnarfundinum var einnig samþykkt bókun þar sem tekið er undir orð Dags B. Eggertssonar um að Orkuveitan verði áfram í útrás og ekki væri útilokað að af frekara samstarf við Geyi Green Energy verði. Þá samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á eigendafundi OR sem haldinn verður á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is