Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2007 01:13

Jólin byrja í Borgarnesi klukkan 16 í dag

Fyrirtæki og þjónustuaðilar í Borgarnesi hafa tekið höndum saman og byrja jólaundirbúninginn og jólaverslunina í Borgarnesi nú um helgina og hefst skipulögð dagskrá formlega í dag klukkan 16. Það verður mikið um að vera í bænum af þessu tilefni eins og sjá má á dagskrá hér að neðan. Auk þess sem fram kemur á dagskránni eru tilboð og uppákomur í fyrirtækjum bæjarins og hugsanlega hægt að rekast á óvænta gesti á ferð um bæinn.

Í gangi alla dagana:

 

Jólamarkaður á ganginum í Hyrnutorginu, jólatónlist, vörukynningar og  tilboð á vörum og þjónustu í fyrirtækjum bæjarins- Sjón er sögu ríkari!

Ferðaþjónusta bænda Bjargi: Býður 10% afslátt á gjafabréfum á gistingu föstudag - sunnudags.

Kristý: Kynning á snyrtivörum frá Victoria´s Secret og 30% afsláttur af völdum gjafavörum. Opið til 16:00 á laugardag

Framköllunarþjónustan: Filmuframköllun á 40% afslætti, digital framköllun 100 myndir á 2000 kr. og fleiri tilboð í verslun, gildir 16. og 17. nóv.

Landnámssetur: Jólakortagerð, tilvalið fyrir fjölskylduna að búa saman til jólakort. Nafnasamkeppni á verslun Landnámsseturs ýtt úr vör, jólatónlist og jólastemmning alla  helgina.

 

Föstudagur 16. nóvember -Dagur íslenskrar Tungu

 

Sparisjóður Mýrasýslu: Þú gefur styrk og færð þér kaffi og piparkökur í leiðinni! Í ár sýnir Sparisjóðurinn hinn sanna jólaanda og styrkir ákveðin félagasamtök á sviði barna og unglinga með geðraskanir.

Intrum, Domus, Pacta Lögheimtan: Piparkökur og heitt á könnunni

Kaupþing: Piparkökur og heitt á könnunni alla næstu viku

Snyrtistofa Jennýjar Lind: Gatineau snyrtivörur, eingöngu seldar af fagfólki. Académi Spa líkamslína og Académi herrasnyrtivörur. Flottir kaupaukar fyrir jólin.

TK hársnyrtistofa: 20% afsláttur af öllum vörum föstudaginn 16.nóv

Upplýsingamiðstöðin: 20% af öllum vörum nema póstkortum og frímerkjum

Hyrnan: 5 krónu afsláttur af eldsneyti, ís á 50 kr, jógúrt frá Mjólku á tilboði, Cult orkudrykkur á 120 kr, kaffi og kakó á 50 kr.

Borgarneskjötvörur: kynning á hamborgarahrygg í Samkaup Úrval

Kaupfélag Borgfirðinga: kaffi og piparkökur, tilboð í verslun

Tölvuþjónusta Vesturlands: m.a. tilboð og kynning á HDMI sjónvörpum

 

16:00:  Jólaljósin tendruð í fyrirtækjum og stofnunum  bæjarins

Hyrnutorg:  Setningardagskrá

            Barnakórar syngja

            Tónlistarskóli Borgarfjarðar 

Umhverfisviðurkenningar 2007. Umhverfisnefnd Borgarbyggðar og Lionsklúbburinn Agla afhenda verðlaunin.

Óvæntar  uppákomur í boði Loftorku.

 

16:30   Safnahús: Ljóðasýning 5. bekkjar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Frumsamin ljóð og myndskreytingar.  Listamennirnir ungu verða á staðnum, farið í leiki og boðið upp á veitingar.  Einnig verður opnuð lítil sýning á verkum Halldóru B. Björnsson rithöfundar frá Grafardal en hún hefði orðið hundrað ára á þessu ári

17:00   Hyrnutorg: Danshópur Evu Karenar sýnir tilþrif

19:00   Landnámssetur: Jólaveisla

 

Laugardagur 17. nóvember

 

10:00-17:00       Jenny Lind býður fría förðun og ráðgjöf á snyrtistofu sinni

10:00-12:00       Íþróttamiðstöð: Jólaspinning Gunnu og Erlu.  Jólalög og mikið stuð

13:00-16:00       Handavinnuhúsið: Föndur fyrir Börn

13:00-14:00       Tónlistarskólinn: Opin æfing á Sígaunabaróninum , allir velkomnir að fylgjast með

14:00               Hagkaup: Sigga Beinteins áritar nýja diskinn sinn og tekur nokkur lög

14:15               Hyrnutorg:  Nokkur lög úr Sígaunabaróninum

15:30               Landnámssetur: Ása Hlín Svavarsdóttir og Zsuzsanna Budai flytja jólalög

16:00               Hyrnutorg: Danshópur Evu Karenar sýnir létt tilþrif

19:00               Landnámssetur: Jólaveisla

 

 

 

Sunnudagur 18. nóvember

 

14:00  Borgarneskirkja. Guðsþjónusta með léttri tónlist. Flytjendur eru unglingar úr sönghóp Grunnskólans í Borgarnesi, hluti barnakórsins og kirkjukórinn. Undirleik annast hljómsveit undir stjórn Sigurþórs Kristjánssonar. Stjórnandi er Steinunn Árnadóttir.

16:00   Landnámssetur: Fimm í Tangó- Fimm frábærir hljóðfæraleikarar leika fjörugan finnskan tango.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is