Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2007 04:15

Stykkishólmsbær í fararbroddi í sorpflokkun

Í gær var undirritaður samningur í Vatnasafninu á milli Stykkishólmsbæjar og Íslenska gámafélagsins um flokkun sorps og moltugerð í sveitarfélaginu. Með þessum samningi hefur Stykkishólmsbær fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi tekið skrefið til fulls í flokkun sorps. Mun flokkun á sorpi og moltugerð lífræns úrgangs frá öllum heimilum bæjarfélagsins hefjast í janúar á næsta ári. Íslenska gámafélagið mun sjá um framkvæmd verkefnisins og fræðslu til bæjarbúa, starfsmenn fyrirtækisins koma til með að ganga í hvert hús í bænum og fara yfir málin með bæjarbúum og jafnframt aðstoða við að finna lausnir og svör á þeim vandamálum og spurningum sem upp kunna að koma t.d. eins og hvar sé best að staðsetja tunnurnar þrjár.

Til viðbótar við gráu tunnuna sem fyrir er fær hvert heimili grænu tunnuna sem ætluð er fyrir endurvinnanlegan úrgang svo sem pappa, pappír fernur, plast og minni málmhluti. Innihald grænu tunnunnar verður síðan flokkað frekar og sent til endurvinnslu. Einnig fær hvert heimili brúna tunnu undir lífrænan úrgang heimilisins. Íslenska gámafélagið mun síðan losa brúnu tunnurnar og umbreyta lífræna úrganginum í næringarríka moltu. Moltan verður síðan notuð í bæjarfélaginu við uppgræðslu og gróðursetningu.

 

Að sögn Erlu Friðriksdóttur bæjarstjóra er markmið verkefnisins að minnka umfang almenns sorps sem fer til urðunar um 60% og sagði hún ennfremur að kostnaður Stykkishólmsbæjar myndi aukast aðeins við þennan samning en það færi að sjálfsögðu eftir því hversu fólk væri duglegt við að flokka. “Við höfum urðað 55 tonn yfir vetrarmánuðina og meira yfir sumartímann þegar ferðafólk streymir að,” sagði Erla í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is