Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2007 02:35

Veiting umhverfisviðurkenninga í Borgarbyggð

Í tengslum við dagskrána „Jólin byrja í Borgarnesi“ voru afhentar umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð við athöfn í Hyrnutorgi í gær. Um er að ræða samvinnuverkefni Borgarbyggðar og Lionsklúbbsins Öglu í Borgarnesi.  Björk Harðardóttir, formaður umhverfisnefndar flutti stutt ávarp og einnig Sigurbjörg Viggósdóttir formaður Öglu. Fram kom í máli þeirra að verðlaun þessi hefðu undanfarin ár verið afhend á Sauðamessu sem hefði fallið niður í fyrra og því væri um tvöföld verðlaun að ræða á þessu ári. Fjöld tilnefninga bárust og var nefndinni vandi á höndum en eftirtaldir hlutu verðlaunin fyrir árið 2006:

 

Fallegasti garðurinn í Borgarnesi var valinn að Kveldúlfsgötu 2a. Eigendur eru Ragnheiður Brynjúlfsdóttir og Haukur Arinbjarnarson. Í umsögn um garðinn segir að hann sé mjög fallegur, vel hirtur og með fjölbreyttum gróðri. Snyrtilegasta býlið var Hvammur í Hvítársíðu. Þar er eigandi Torfi Guðlaugsson. Um Hvamm segir að hér sé um að ræða sérstaklega snyrtilegt býli. Allt sé vel skipulagt, vel við haldið og garðurinn sé fallegur. Snyrtilegasta fyrirtækið í Borgarbyggð var valið Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og tók Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri við viðurkenningunni. Um DAB segir að þar sé vel gróinn garður sem hafi verið svo til margra ára. Alltaf vel snyrtur og allt umhverfi til fyrirmyndar. Allir verðlaunahafarnir fengu viðurkenningarskjal og epli.

 

Fyrir árið 2007:

Þá var komið að viðurkenningum fyrir árið 2007. Heiti viðurkenninga var nokkuð annað en var fyrir árið 2006. Veitt var viðurkenning fyrir snyrtilegan frágang lóðar við íbúðarhúsnæði. Þar var valinn garðurinn Borgarvík 6. Eigendur eru Eva Eðvarðsdóttir og Trausti Jóhannesson. Fyrir snyrtilegan frágang lóðar við atvinnuhúsnæði hlaut Alþýðuhúsið í Borgarnesi viðurkenningu sem Sveinn Hálfdánarson veitti mótttöku fyrir hönd Stéttarfélags Vesturlands sem er eigandi hússins. Myndarlegasta bændabýlið var valið Helgavatn í Þverárhlíð. Þar eru eigendur bræðurnir Pétur og Vilhjálmur Diðrikssynir ásamt eiginkonum sínum þeim Karítas Hreinsdóttur og Ágústu Gunnarsdóttur. Allir ofantaldir aðilar fengur viðurkennignarskjal og epli.

Snyrtilegasta gatan í Borgarbyggð var valin Þórðargata í Borgarnesi. Íbúar göturnnar tóku á móti viðurkenningunni og fremst í götuna verður sett blómakerið túlipani sem verður merkt umhverfisviðurkenning 2007 og blómum skrýtt á sumrin. Lóð atvinnuhúsnæði sem er í mestri framför frá fyrra ári var lóð Borgarverks. Þar tók Óskar Sigvaldason á móti viðurkenningunni. Sérstök viðurkenning var veitt til þess staðar sem þótti hafa skarað fram úr að halda umhverfi sínu fallegur. Að þessu sinni fór viðurkenningin til Snorrastofu og Reykholtsstaðar fyrir góða umgengni og gott viðhald á staðnum öllum. Það var Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu sem veitti viðurkenningunni mótttöku fyrir hönd staðarbúa en auk viðurkenningarskjals var staðnum færðar trjáplöntur til gróðursetningar, álmur, þynur, askur og gráelri.

 

Á myndinni eru fulltrúar þeirra sem hlutu umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar og Lionsklúbbsins Öglu fyrir árin 2006 og 2007.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is