Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2007 09:10

Þrír menningarviðburðir samtímis í Borgarfirði

Það má með sanni segja að menningin sé í blóma í Borgarfirði ef marka má framboð af ýmsum spennandi tónlistar- og listviðburðum sem framundan eru. Þannig vill til í dag að þrír menningarviðburðir lenda á nákvæmlega sama tíma og eiga unnendur tónlistar vafalaust erfitt með að ákvarða sig. Þessir viðburðir eru tónleikar í Landnámssetrinu í Borgarnesi ,,Fimm í Tangó”, Rökkurkórinn úr Skagafirði syngur í Logalandi og Fífilbrekkuhópurinn í Reykholti. Valið verður erfitt því allir tónleikarnir eru allir á sama tíma eða klukkan 16. Þessum þrennir tónleikar eru:

 

Fimm í Tangó

Tónleikar haldnir í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 16 sunnudaginn 18. nóvember. Finnsk tangótónlist er í sérstöku uppáhaldi hjá hljómsveitarmeðlimum Fimm í Tangó. Tatu Kantomaa harmóníkuleikari hefur útsett lög fyrir Fimm í Tangó, sem og Haraldur V. Sveinbjörnsson sem einnig hefur samið tangó sérstaklega fyrir hópinn.  Meðlimir Fimm í Tangó eru Ágúst Ólafsson söngvari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Tatu Kantomaa harmóníkuleikari.

 

Rökkurkórinn úr Skagafirði

Tónleikar haldnir í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal kl. 16 sunnudaginn 18. nóvember. Sönstjóri kórsins er Sveinn Sigurbjörnsson. Undirleikari er Thomas Higgerson og einsöng syngur Valborg Hjálmarsdóttir.

 

Fífilbrekkuhópurinn

Dagskrá með lögum Atla Heimis Sveinssonar og við ljós Jónasar Hallgrímssonar í Reykholtskirkju kl. 16 sunnudaginn 18. nóvember á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Fífilbrekka, gróin grund…. Söngbók Atla Heimis telur nú 26 lög og mun Fífilbrekkuhópurinn blaða í gegnum hana alla á tónleikunum í Reyholtskirkju. Hópnum til fulltingis er Arnar Jónsson leikari sem tengir lögin lífsferli Jónasar. Í bakgrunni verða ljósmyndir Þorgerðar Gunnarsdóttur og aðrar myndir frá  slóðum skáldsins sem hún hefur valið. Jónas sendi Dalvísu til Fjölnisfélagsins í Kaupmannahöfn í janúar 1844.  Á uppkastið skrifaði Jónas meðal annars: "Ég ætl´að biðj ukkur um að láta búa til fallegt lag, ekki of dýrt við vísuna mína" og í hreinritinu stendur: "Það er annars ógjörningur að eiga ekki lög til að kveða þess konar vísur undir; svona komast þær aldrei inn hjá alþýðu". Flytjendur eru: Arnar Jónsson, leikari, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Sigurður Ingvi Snorrason, klarínetta, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó og Hávarður Tryggvason, kontrabassi.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is