Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2007 12:01

Tvö innbrot upplýst í Borgarfirði

Brotist var inn í flugskýli í Húsafelli um helgina og stolið byssum og skotfærum. Einnig var brotist inn í Ferstikluskálann á Hvalfjarðarströnd í gærkvöldi og stolið tóbaki og farsímum. Bæði málin teljast upplýst að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Um helgina var brotist inn í flugskýli í Húsafelli. Stolið var bæði byssum og skotfærum sem þar voru í rammgerðum skáp. Ungmenni sem voru þar nærri í sumarbústað voru yfirheyrð og virðurkenndu fjórir úr hópnum aðild að innbrotinu. Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, sagði alltaf erfitt ef mál þar sem skotfærum væri stolið væru ekki upplýst. Því væri lögreglan mjög ánægð með að þetta mál væri upplýst. Bergþór Kristleifsson í Húsafelli er eigandi flugskýlanna. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að greinilegt væri að aðaláhersla þessara aðila hefði verið á að ná skotfærunum.

„Ég er með búslóðina mína þarna í flugskýlinu og þar á meðal afar rammgerðan byssuskáp sem greinilega var ásókn í. Fyrst var reynt að opna hann með venjulegum leiðum sem ekki gekk. Þá var skápnum dröslað út og reynt við hann með traktorsgröfu sem þarna var. Það gekk ekki heldur svo skápurinn var tekinn inn aftur og þar tóks á endanum að opna hann. En í leiðinni var gröfunni ekið á hurðir og veggi flugskýlanna svo tjónið er töluvert. Hins vegar má segja þessum aðilum til málsbóta að þeir rústuðu ekki neinu öðru,“ sagði Bergþór.

 

Síðastliðna nótt var einnig brotist inn í söluskálann Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var þar stolið farsímum og tóbaki. Tveir aðilar voru að verki og er annar þeirra enn í haldi lögreglu í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is