Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2007 08:13

Átaksverkefni lokið um gott neysluvatn

Í tilkynningu sem Umhverfisstofnun hefur sent frá sér kemur fram að nú er formlega lokið Átaki um hreint neysluvatn, sem stofnunin stóð að í náinni samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og fleiri aðila. Átakið hófst um áramótin 2001 og 2002, en hálfu ári áður gaf umhverfisráðuneytið út nýja reglugerð um neysluvatn sem varð aðalhvatinn að átakinu. Færa má rök fyrir því að framkvæmd átaksins hafi með beinum og óbeinum hætti aukið umræðu og vitund í þjóðfélaginu um mikilvægi hreins og öruggs neysluvatns. Eigendur vatnsveitna hafa ráðist í endurbætur eða slegið saman í gerð nýrra vatnsveitna og oftar hefur verið borað eftir vatni. Það að eiga og reka vatnsveitu krefst stöðugrar árvekni og því má segja að átakinu ljúki aldrei.  Átakið var styrkt af umhverfisráðuneytinu, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Bændasamtökum Íslands. Þá segir í lok greinargerðar um verkefnið:

“Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi vatns fyrir Íslendinga. Hreint og ómengað vatn er talið undirstaða velferðar og forsenda fyrir öruggri og heilnæmri matvælaframleiðslu, því neysluvatn er matvæli."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is