Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2007 03:20

Þjóðverjar lögðu mörg dufl við Látrabjarg í stríðinu

Eins og Skessuhorn greindi frá síðastliðinn laugardag fengu skipverjar á togskipinu Þorvarði Lárussyni frá Grundarfirði þá um morguninn stóra álkúlu í veiðarfærin, þegar skipið var statt út frá Látrabjargi. Kúlan var 1,20 m í þvermál. Höfðu skipverjar samband við Vaktstöð siglinga sem kom skipstjóra í samband við sprengjusérfræðing Landhelgisgæslunnar, en eftir lýsingum hans á duflinu var enginn vafi talinn á að um væri að ræða þýskt tundurdufl en þeim var meðal annars lagt út við Látrabjarg til að trufla ferðir skipalesta á leið til Murmansk í seinni heimsstyrjöldinni. Duflið reyndist við nánari skoðun vera þýskt tundurdufl og var það virkt.

Var óskað eftir að skipið kæmi strax að landi og var ákveðið að það kæmi til hafnar í Rifi. Mikill viðbúnaður var á staðnum þegar Þorvarður lagði að landi og tóku sprengjusérfræðingar gæslunnar við tundurduflinu og fluttu í grjótnámu ofan við Rif þar sem því var eytt.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is