Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2007 04:10

Fá og há tilboð í skólaakstur við Heiðarskóla

„Við urðum fyrir miklum vonbrigðum að fá ekki fleiri tilboð í skólaaksturinn. Okkur hefur verið legið á hálsi fyrir að bjóða aksturinn ekki út, enda eru um 30 ár síðan það var gert.  Þær kvartanir gáfu tilefni til að ætla að mörg tilboð kæmu, en þau voru bæði fá og há,“ segir Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar í samtali við Skessuhorn. Skólaakstri við Heiðarskóla er sem kunnugt er skipt í þrjár leiðir og buðu núverandi bílstjórar hver í sína leið. Einar P. Harðarson bauð 410 kr. á km. í Leirársveitarleið. Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar buðu 416 kr. í Akrafjallsleið/Hagamelur og tilboð Sigurðar Sverris Jónssonar var 571 kr. í leiðina Hvalfjörður/Svínadalur.

Þá kom fjórða tilboðið og var það í allar leiðarnar frá Skagaverki ehf. Tilboð Skagaverks reyndist lægsta tilboðið sem barst í leiðina Hvalfjörður Svínadalur, en í þá leið bauð Sigurður Sverrir eins og fyrr segir 571 kr. en Skagaverk 457 kr. á hvern ekinn kílómetra. Tilboð Skagaverks í hinar tvær leiðirnar voru verulega hærri, í Leirársveitarleið 742 kr. og Akrafjallsleið/Hagamelur 514 kr. Önnur tilboð bárust ekki í skólaaksturinn.

 

Einar Örn sveitarstjóri segir  tilboð bílstjóranna  á bilinu 10-20% hærri en greiðslur til þeirra nema í dag. Ríkiskaup fer yfir tilboðin og verða þau tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar á morgun, fimmtudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is