Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2007 11:13

Prestur mun áfram sitja í Stafholti

Ákveðið hefur verið að prestur verði áfram í Stafholtsprestakalli í Borgarfirði. Það var ákveðið á fundi prófasts með biskupum í haust.  Tilhneiging hefur verið til þess að fækka prestum á landsbyggðinni. Þannig háttar til í Stafholti í Borgarfirði að núverandi prestur sr. Brynjólfur Gíslason verður sjötugur á næsta ári og mun því láta af embætti eins og opinberum starfsmönnum ber skylda til. Nokkur uggur hefur verið meðal íbúa prestakallsins að eftir það yrði prestslaust í Stafholti, hinum forna kirkjustað.

Prófastur Borgarfjarðarprófastsdæmis sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prestur á Borg sagði í samtali við Skessuhorn að ákveðið hefði verið á fundi með prófasti og biskupum í september að prestur sæti áfram í Stafholti.  Núverandi kirkja í Stafholti var byggð á árunum 1875 til 77 og er úr timbri. Hún er allstór og sérstök vegna grindverksins í kórnum og hringhvelfingarinnar yfir honum. Kirkja hefur verið lengi í Stafholti. Þar var meðal annars kirkja í katólskum sið sem tileinkuð var Nikulási.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is