Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2007 08:21

Framkvæmdir stöðvaðar við hús á Akranesi

Byggingafulltrúi Akraneskaupstaðar hefur stöðvað framkvæmdir við hús að Garðabraut 2 á Akranesi. Framkvæmdaaðili hefur staðið fyrir breytingum á húsnæðinu í leyfisleysi, en engum teikningum eða umsóknum hefur verið skilað inn. Verið er að innrétta veitingastað í húsinu, en aðalskipulag gerir ráð fyrir slíkri starfsemi á þessum stað. Engu að síður verður að fá leyfi fyrir breytingum og leggja fram uppdrætti og teikningar. Það hefur ekki verið gert og því hefur framkvæmdin verið stöðvuð. Fregnir hafa borist af því að framkvæmdaraðilinn hafi ekki látið sér segjast og haldið breytingum áfram. Dugi ekki annað til munu embættismenn bæjarins leita til lögreglunnar til að stöðva framkvæmdina.

Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, sagði í samtali við Skessuhorn að búið væri að brjóta niður veggi í húsnæðinu, þ.m.t. burðarveggi. „Það segir sig sjálft að ekki er hægt að brjóta niður burðarveggi án þess að kanna hvaða áhrif það hefur á húsið, annars gæti skapast tjón fyrir aðra eigendur þess. Ekki er hægt að fara í breytingar fyrr en með samþykki bæjaryfirvalda, það er alveg ljóst,“ segir Þorvaldur.

Íbúar í húsinu hafa mótmælt fyrirhuguðum veitingastað við bæjarráð, sem sendi mótmælin til umsagnar skipulags- og bygginganefndar. Nefndin tók á fundi sínum á mánudag undir sjónarmið íbúanna og telur veitingarekstur í byggingunni háðan ýmsum vandkvæðum, s.s. samþykki meðeigenda. Allar útlitsbreytingar á húsum eru háðar samþykki meðeigenda og ljóst má vera að það fæst ekki í þessu tilfelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is