Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2007 10:20

Gríðarlegur vöxtur í ferðaþjónustu á Vesturlandi

Hluti All Senses group
Fjöldi starfa við ferðaþjónustu á meðal þeirra fyrirtækja sem starfa innan All Senses Group klasahópsins á Vesturlandi hefur aukist úr 76 í 128 á síðustu fjórum árum. Þá á eftir að reikna fjölda afleiddra starfa sem hlýst af auknum verkefnum þessara fyrirtækja.  Af samtölum við fulltrúa All Senses má gróflega áætla að tekjuaukning á síðasta ári í ferðaþjónustu á Vesturlandi hafi verið á bilinu 35-37%. Að sögn Hansínu B. Einarsdóttur, formanns samtaka í samstarfsverkefninu „All senses group,“ og hótelstjóra Hótel Glyms í Hvalfirði, hefur einnig náðst verulegur árangur í að innleiða aukna fagmennsku í greininni og lengja talsvert ferðamannatímann. Að þessu samanlögðu má ætla að áhugi fyrir Vesturlandi sé mjög að aukast og atvinnugreinin sjálf sé í miklum vexti.  

„Ég vil samt ekki þakka verkefninu okkar alfarið þennan árangur. Samkvæmt viðhorfskönnun meðal aðila í samtökunum, höfum við náð verulegum árangri til frambúðar, að því við teljum, og höfum ákveðið að halda áfram samstarfinu í verkefninu ASG.  Við erum reyndar einu landshlutasamtökin í þessa veru og ég myndi segja að það sýndi styrk okkar að geta unnið saman á faglegan hátt því þessi fyrirtæki eru í bullandi samkeppni. Til dæmis eru fimm hótel í þessu verkefni. Það eru alls 23 aðilar innan ASG og við viljum gjarnan sjá fleiri aðila koma til samstarfs með okkur. Það er ekki síst vegna þess að við vitum að þannig getum við aukið fagmennsku í greinninni en stór hluti af okkar samstarfi snýst um gæðamál og fagmennsku,” sagði Hansína.

 

Hvetja fleiri til þátttöku

Hún segir að til að gefa smærri ferðaþjónustaðilum möguleika á að vera með í samstarfinu, þá hafi nú verið ákveðið að bæta við svokallaðri b-aðild. “Þar geta allt upp í fjórir aðilar myndað bandalag og sótt um inngöngu saman. Og þar með fengið aðgang að fagnámskeiðum og vinnufundum hjá okkur. Við vitum vel að það er mjög dýrt að markaðssetja og kynna fyrirtæki í ferðaþjónustu en með samstarfi er hægt að standa mun betur að verki og verða sýnilegi á fleiri stöðum.“

Hansína segir að flest fyrirtækin innan ASG hafi opið hálft árið, frá maí og fram í október. Þriðjungur þeirra hefur opið allt árið og ferðamannatíminn hafi verið að lengjast verulega. Þá verði á næstunni kynnt nýtt myndband um náttúru, menningu og mannlíf á Vesturlandi. Fjórtán mínútna myndband, en hingað til hefur kynningarefni í þessu formi nánast einungis komið frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Áherslan þar fyrir utan verið afar lítil. Hansína segir að lokum að það sé mikill hugur í ferðaþjónustuaðilum að bæta enn frekar markaðshlutdeild vestlenskrar ferðaþjónustu og öflugt samstarf í klasasamstarfi sem All Senses sé þegar búið að skila mælanlegum árangri fyrir þátttakendur í verkefninu og ferðaþjónustuna í heild í landshlutanum.

 

Á myndinni eru nokkrir af þátttakendum í klasaverkefninu All Senses Group á Vesturlandi á ferðakaupstefnunni Vestnorden á sl. ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is