Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2007 09:17

Hlunnindajarðir og breyting á eignarhaldi

Landssamband veiðifélaga, LV, hefur í samvinnu við Bændasamtök Íslands ákveðið að athuga hvernig eignarhald á hlunnindajörðum á Íslandi hefur breyst og hvort tilhneiging sé til samþjöppunar á eignarhaldi þeirra. Á síðasta stjórnarfundir LV mætti Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands og kynnti samantekt á samþjöppun á eignarhaldi jarða, sem Bændasamtökin létu gera á sínum tíma. Stjórn LV samþykkti að skoða sérstaklega með BÍ hvort samþjöppun á eignarhaldi á hlunnindajörðum væri í gangi.

Óðinn Sigþjórsson formaður LV sagði í samtali við Skessuhorn að stjórnin vildi kanna hvort einhver tilhneiging væri til þess að hlunnindajarðir á Íslandi væru að safnast á fárra hendur þar sem samkvæmt lögum væri skylduaðild að veiðifélögum og ef eigendur að jörðum, sem ættu veiðihlunnindi, yrðu fáir myndi það geta leitt til breytinga á fyrirkomulagi veiðimála í landinu. „Skipulag veiðimála á Íslandi byggir á dreifðri eignaraðild og ef þar verður breyting á er vísast að það leiði til breytinga í öllu veiðisamfélaginu. Því er eðlilegt að LV vilji fylgjast með.“

Aðspurður hvort hægt væri að sporna við þessari þróun, ef einhver er sagði Óðinn að eignarhald á hlunnindajörðum á Íslandi væri ekki háð takmörkunum, sem líklega væri einsdæmi í Vestur Evrópu. „Á sínum tíma þegar við vorum að ganga til saminga um EES saminginn höfðu menn áhyggjur af því að erlendir auðkýfingar myndu fjárfesta í íslenskum náttúruperlum og hlunnindajörðum. Reynt var að komast fyrir þann leka með jarðarlögum sem voru samþykkt í framhaldinu. En takmarkanir sem þá voru settar er búið að fella út með nýjum jarðalögum. Það er spurning hvort sú þróun sem menn óttuðust þá sé að koma fram núna. Á þeim tíma voru menn að óttast erlenda auðkýfinga. Nú hafa íslenskir auðmenn alla burði til jafns við erlenda til að kaupa upp jarðir ef þá svo listir,“ sagði Óðinn Sigþórsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is