Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2007 11:10

Vegagerðin vill fækka ristarhliðum

Á fundi með landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar fyrir skömmu kom fram í máli starfsmanna Vegagerðarinnar að þeir vilja fækka ristarhliðum við safn,- tengi- og styrkvegi, en girða frekar meðfram vegum. Fjárveitingar fáist ekki til að girða beggja vegna vegar og setja ristarhlið að auki. Kristján Magnússon á Snorrastöðum er formaður nefndarinnar og sagði hann í samtali við Skessuhorn að dæmi um þessar framkvæmdir væri svokallaður Ferjubakkavegur sem nýlega hefði verið byggður upp. Þar hefði verið girt beggja vegna en ristarhliðið tekið í burtu, þar sem vegurinn mætir hringveginum. Vegagerðarmenn teldu að brýnna væri að girða beggja vegna en setja ristarhlið og girða aðeins annars vegar.

Einnig kom fram í máli starfsmanna Vegagerðarinnar að girt væri meðfram áðurnefndum vegum en landeigandi eignaðist síðan girðinguna og ætti að sjá um viðhald á henni. Landeigandi fær síðan helming viðhaldsins greitt eftir að verkið hefur verið tekið út. Einnig hvílir sú skylda á landeigendum að fjarlægja gamlar girðingar. Kristján sagði ennfremur að vakin hefði verið athygli á því á fundinum að fjárveitingar til undirganga væru langt undir því sem vera þyrfti þótt starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu allt hvað þeir gætu til að breyta því. Sem dæmi um undirgöng sem heppnast hafa vel var talað um göng undir hringveginn við Fiskilæk í Hvalfjarðarsveit. Þar sæist varla kind á vegi eftir að þau komu til.

 

Í ljósi þess hversu hátt hlutfall malarvega er í Borgarbyggð, og greint hefur verið frá í Skessuhorni, viðurkenndu Vegagerðarmenn að alltof lítið fjámagn kæmi til viðhalds þeirra og sama gilti um heflun. Þar væri raðað niður eftir brýnni nauðsyn. Kristján sagði nefndarmenn sammála um að íbúar, sveitarstjórnarmenn og starfsmenn Vegagerðarinnar þyrftu að taka saman höndum um að fækka malarvegunum. Fjöldi þeirra kæmi meðal annars niður á þeim sem væru að byggja upp ferðaþjónustu því fáir vilja hristast eftir holóttum, rykugum malarvegi þegar annað betra gæfist.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is