Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2007 12:13

VG vill að ríkið eigi í HAB

Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram frumvarp til laga um að hætt verði við að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarness. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að markmið ríkisstjórnar með sölunni, sem og með sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja, sé að setja í gang ferli til að koma orkuveitum og orkulindum úr eigu opinberra aðila í hendur einkaaðila á frjálsum markaði. Þá segir að salan á hlut ríkisins í HS til einkafyrirtækis hafi hleypt af stað atburðarás í einkavæðingu og sölu orkuveitna og orkulinda úr samfélagseigu sem ekki sjái enn fyrir endann á. Nægi í því samhengi að nefna framvindu mála hjá Orkuveitu Reykjavíkur, einkavæðingu, sölu og afhendingu samfélagseigna til útvalinna einkaaðila.

Með frumvarpinu vilja þingmennirnir, þau Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson, koma í veg fyrir að HAB verði einkavætt og þar með Deildartunguhver. Svo brýnt hafi þótt að ríkið ætti vatnsréttindi á jörðinni Deildartungu í Reykholtsdal, að Alþingi veitti ríkisstjórninni með sérstökum lögum frá 1978 heimild til að taka eignarnámi landspildu úr landi Deildartungu ásamt jarðhitaréttindum, þ.m.t. Deildartunguhver. Það skjóti skökku við að selja þau réttindi til einkaaðila þrjátíu árum síðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is