Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2007 04:24

Mokveiddu síld á áður óþekktum veiðislóðum á Breiðafirði

Áskell EA
Síldarbáturinn Áskell EA var í dag kominn á mjög svo óhefðbundnar veiðislóðir. Í morgun fór skipið í Breiðasund, sem er austan við Stykkishólm eða á milli Látralanda og Svefneyja. Sveinn Þórir Ísaksson skipstjóri sagði í samtali við Skessuhorn í dag að hann hafi fyllt bátinn í þremur köstum og fengið 600 tonn eða þann skammt sem hann mátti taka. Sagðist Sveinn ekki vita til þess að síld hafi veiðst á þessum slóðum áður. Hann sagði ennfremur að hann hafi fengið lóðs á miðinn sem hafi leiðbeint sér á veiðislóðina. "Trillukarlinn sem leiðbeindi okkur hingað hafði áður hringt í Hafró og sagt þeim frá miklu magni af síld á þessum slóðum. Þar á bæ hafði honum ekki verið trúað." Sveinn sagði að þarna væri mikið meira magn af síld en í Grundarfirði og þó hefði magnið verið mikið þar.

Sveinn segir að síldin sé mjög góð og lóði mikið á þessum slóðum, eða frá 5 föðmun og niður á botn. Dýpið er um 30 faðmar. “Við tókum litlu loðnunótina með okkur og er hún talsvert minni er síldarnæturnar sem við notuðum í Grundarfriði. En það er vandamál að komast að miðunum vegna skerja, sem leynast þarna. Þau eru ekki merkt inn á kort, en ég fékk óvænta hjálp í morgun og hef ég plottað leiðina inn, svo ég geti gefið öðrum skipum upplýsingar um örugga siglingarleið. Það eru mörg skip á leiðinni hingað, en ætli síldin endi bara ekki inni í Hvammsfirði,” segir Sveinn og hlær, “en þangað fer ég ekki,” bætir hann við. Sveinn segir að aflanum verði dælt yfir í Hákon EA sem vinni síldina um borð hjá sér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is