Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2007 01:14

Forvarnadagurinn í Snæfellsbæ

Forvarnardagurinn var haldinn í annað sinn að frumkvæði forseta Íslands í gær. Dagskráin er skipulögð sem samvinnuverkefni ýmissa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga. Dagskrá fór fram í 9. bekkjum grunnskóla um land allt þar sem nemendur voru beðnir um að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir gegn fíkniefnum. Dagskráin í Snæfellsbæ hófst á því að Sigurður Gíslason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar var með stutta kynningu á starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga í sveitarfélaginu. Þá kynnti hann ratleik á netinu sem er eingöngu ætlaður níunda bekk í tilefni af forvarnardeginum. Kristinn Jónasson bæjarstjóri ræddi við nemendur um forvarnir og miðlaði af eigin reynslu, en Kristinn er annálaður bindindismaður.

Þvínæst var sýnt myndefni þar sem fjallað var um niðurstöður verkefnavinnu frá því á síðasta ári og þau atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til að forðast fíkniefni. Að því loknu var nemendum skipt í vinnuhópa þar sem þeir voru beðnir um að ræða þessi málefni. Hópstjórar stýrðu umræðunum, tóku niður punkta og skiluðu niðurstöðunum á heimasíðu verkefnisins. Það sem vakti athygli barnanna og kennara var auglýsingarskrumið í kring um myndbandið og fannst sumum nóg um að heyra nafn styrktaraðilans vera nefnt óþarflega oft í þessu myndbandi, sem var annars mjög fræðandi og skemmtilegt.

 

Á myndinni er Sigurður Gíslason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar, ásamt hluta nemenda í níunda bekk í einu hópverkefninu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is