22. nóvember. 2007 03:18
Fólksbíll og gámabíll skullu saman við horn bílastæðis Húsasmiðjunnar á Akranesi í hádeginu í dag. Fólksbíllinn skemmdist mikið við áreksturinn og ökumaður hans varð fyrir smávægilegum meiðslum. Gat kom á eldsneytistank gámabílsins og þurfti slökkvilið að hreinsa upp smávegis af olíu sem fór á götuna. Að sögn lögreglu var fólksbíllinn að koma Smiðjuvelli inn á Esjubraut og blindaðist bílstjórinn af sólinni sem er lágt á lofti nú í skammdeginu.