Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2007 03:37

Tölvulistinn opnaði verslun í Þjóðbraut

Tölvulistinn opnaði í dag nýja og glæsilega verslun í húsnæði verslunarmiðstöðvarinnar Þjóðbrautar á Akranesi. Þetta er sjötta verslun Tölvulistans á landinu, sú fjórða utan höfuðborgarsvæðisins. Ásgeir Bjarnason, eigandi Tölvulistans sagði í samtali við Skessuhorn að með þessu sé fyrirtækið að sinna viðskiptavinum á þessu svæði mun betur en áður. „Við höfum fundið fyrir vaxandi viðskiptum hér, samhliða ört stækkandi byggð á Skaganum. Við bindum líka miklar vonir við öflugt og stækkandi samfélag hér í nágrenninu og í uppsveitum Borgarfjarðar.“

Ásgeir segir að lögð verði höfuðáhersla á mikið úrval af  tölvum og tölvubúnaði hvers konar, allt fyrir tölvueigandan og notandann. Þannig að hann þurfi ekki að leita annað. „Við ætlum líka að sjálfsögðu að standa okkur vel í rekstrarvörunni, en þurfum kannski í fyrstu að læra inn á það hvað fólk notar mest á þessu svæði í bleki, pappír og öðru. Það er um að gera fyrir fólk að koma á framfæri sínum óskum og við munum leitast við að verða við þeim. Ég hef trú á því að  fólk hér á svæðinu verði ekki fyrir vonbrigðum með úrvalið og verðin hjá okkur,“ sagði Ásgeir í Tölvulistanum.

 

Mynd: Ásgeir Bjarnason í Tölvulistanum t.v. ásamt sínu fólki, Ingiberg Bjarnasyni verslunarstjóra, Emil Aron Thorarensen sölumanni og Sæmundi Einarssyni rekstrarstjóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is