Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2007 11:58

Netsambandsvandræði í Hvalfirði

Netsamband hefur verið lélegt hjá notendum undir Akrafjalli á Hvalfjarðarströnd síðustu dagana. Það hefur reynt verulega á langlundargeð viðskiptavina netþjónustufyrirtækisins Hive, sem er með þjónustuna á svæðinu. Sambandslaust varð t.d. síðla sunnudags og  viðvarandi á mánudag og þriðjudag að fráskildum örstuttum innkomum. Að sögn Brjáns Jónssonar, yfirmanns fjarskiptasviðs Hive, eiga þessi mál nú að vera komin í betra horf og netsambandið verður væntanlega orðið algjörlega hnökralaust  í síðasta lagi í byrjun næstu viku.

Brjánn sagði að því miður hafi láðst að flytja nokkra notendur frá endurvarpsstöðunni á Tindsstöðum til nýju stöðvarinnar að Kiðafelli í Kjós sem Hive kom upp á dögunum. Varaaflsstöð er á Kiðafelli en það var einmitt akkílesarhællinn við Tindsstaði að þar var ekkert varaafl. Rofnaði netsamband gjarnan í kjölfar rafmagnsútslátta, sem að sögn íbúa á svæðinu eru  tíðir við Hvalfjörð vegna loftlína Rarik sem virðast viðkvæmar fyrir veðri og vindum.

Nettengingin á Vesturlandi er sú elsta á landinu og sagði Brjánn Hive nú leggja tugi milljóna króna í endurbætur á kerfinu. Einn þáttur í því er að tryggja varaafl við allar 140 stöðvar landsins og að tryggja viðskiptavinum fyrirtækisins betri þjónustu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is