Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2007 10:29

Lögbýlum með framleiðslu fækkar á Vesturlandi

Fjöldi lögbýla á Vesturlandi hefur nánast staðið í stað síðustu sex árin. Á sama tíma hefur lögbýlum með búfjárframleiðslu í landshlutanum fækkað um 12,1%.  Það er aðeins á Austurlandi sem meiri fækkun hefur orðið í þessa veru, eða 14,4%, en þar hefur lögbýlum fækkað um tæp 3%, sem og á Norðurlandi eystra þar sem lögbýlum í framleiðslu hefur einnig fækkað mikið, eða um 10%. Algjöra andstöðu við þessa þróun er að finna á Suðurnesjum þar sem lögbýlum með búvöruframleiðslu hefur fjölgað um 28,6%. Þetta segir þó ekki alls söguna á Suðurnesjum, því á sama tíma hefur lögbýlum þar fækkað um 20% á svæðinu. Þess ber þó að geta að lögbýli á Suðurnesjum eru fá og því vegur hver breyting mikið í tölum sem þessum.

Þetta kemur fram í skýrslu um eignarhald á jörðum, framleiðslu og þróun hennar, sem Bændasamtök Íslands kynntu í síðustu viku. Skýrslan var gerð í framhaldi af samþykkt Búnaðarþings á síðasta ári í þeim tilgangi að meta áhrif þessara þátta á búsetu og byggðaþróun í landinu. Niðurstöður könnunarinnar sýna að hægt hefur á fækkun jarða í ábúð. Ljósin á bæjum til sveita virðast því fjarri lagi að slokkna jafnhratt nú í byrjun 21. aldarinnar og var á árabilinu 1980-2000. Sérstaklega var þessi fækkun áberandi á síðasta tug aldarinnar þegar bændum var með skipulögðum hætti beint úr dilkakjötsframleiðslu. Á síðasta tugnum fækkaði lögbýlum í framleiðslu um 47 á ári, eða nær tvöfalt meira en á áratugnum á undan.

 

Tækniframfarir eru augljóslega annar þáttur sem knýr áfram fækkun og stækkun búa. Þær er ekki auðvelt að mæla, en þó má sjá að framleiðsla á flestum afurðum hefur staðið í stað eða aukist um árabil á meðan starfandi fólki og framleiðslueiningum í landbúnaði fækkar jafnt og þétt. Skýrsluhöfundar eru Daði Már Kristófersson, Erna Bjarnadóttir og Ómar S. Jónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is