Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2007 10:00

Sendibíll fauk út af undir Hafnarfjalli í nótt

Lítill sendibíll fauk út af veginum undir Hafnarfjalli um fjögurleytið í nótt, um það bil þegar hvassviðrið var í hámarki, en þá fór vindhraði yfir 50 metrana í hviðum. Ökumanni, sem var einn í bílnum, tókst að komast út úr bílnum og með aðstoð vegfaranda að koma sér á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Þaðan var hann svo fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem hann var enn í morgun. Að sögn læknis var líðan eftir atvikum, en meiðsli ekki talin alvarleg.

Viðvörun var gefin út fyrir kvöldmatarleytið í gær varðandi umferð undir Hafnarfjalli, enda viðvarandi 25 metrar á sekúndu og yfir 40 í hryðjum. Þetta austsuðaustan hvassviðri geysaði í alla nótt, aðeins rofaði í morgunsárið en svo bætti aftur í vindinn. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var vindhraðinn orðið slíkur í morgun að sendibíllinn sem var á hliðinni í nótt var aftur komin á hjólin.

 

Fjöldi vegfarenda gisti í Borgarnesi í nótt vegna veðursins. Á Hótel Hamri voru um 60 manns, þar af 50 manna hópur með Guðmundi Jónassyni, útskriftarnemar ’54 úr MR, sem voru í sinni árlegu skemmtiferð í Borgarfirðinum í gær. Höfðu þeir á orði að þetta hefði breyst í óvissuferð. Unnur Halldórsdóttir á Hótel Hamri sagði að þetta væri þriðji hópurinn sem hafi þurft að gista af sér veður síðan þau opnuðu hótelið fyrir tveimur árum. Seinast voru það nemendur Flensborgarskóla í Hafnarfirði í haust, en óvenju óstillt hefur verið undir Hafnarfjallinu síðustu vikurnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is