Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2007 03:39

Deilt um næstu skref í Kalmansvíkurmálinu

Áfram er skoðanaágreiningur milli meiri- og minnihluta bæjarstjórnar Akraness um réttmæti þess að Kalmansvík ehf., með Soffíu Magnúsdóttur fasteignasala í forsvari, fékk sjö hektara lands á samnefndu svæði til gerðar skipulags og síðan væntanlegra byggingaframkvæmda verði skipulagstillaga á grundvelli hugmynda hennar samþykkt. Telja fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn að undan hafi þurft að fara almennt útboð á svæðinu til að allir aðilar sem hugsanlega hafa áhuga á framkvæmdum þar, sætu við sama borð.

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku tók Guðmundur Páll Jónsson oddviti Framsóknarflokks í bæjarstjórn undir áhyggjur tveggja fulltrúa minnihlutans í skipulags- og byggingarnefnd með afgreiðslu málsins. Guðmundur Páll gerir því skóna að bæjarstjórn sé með þessu að mismuna fyrirtækjum og vinnubrögðin vekji upp spurningar eins og þær hvort bæjaryfirvöld séu að sniðganga og brjóta stjórnsýslulög, auk þess sem efast megi um fagmennsku í skipulagsferlinu fram að þessu.

 

Meirihluti bæjarráðs tekur undir álit meirihluta skipulags- og bygginganefndar og  vísar til þess að umrædd skipulagsdrög séu unnin í samráði við hönnuði rammaskiplagsins af öllu 33 ha svæðinu við Kalmansvík sem unnið var að beiðni nefndarinnar. Tímabært sé því að þau drög að deiliskipulagi á 7 ha svæði úr rammaskipulagi Hausthúsahverfisins sem Kalmansvík ehf. hefur látið vinna verði kynnt bæjarstjórn, sem og drög að rammaskipulagi alls svæðisins.

 

Meirihluti bæjarráðs vísar á bug því sem það kallar aðdróttanir Guðmundar Páls og segir áður hafi verið úthlutað svæði til byggingaraðila á Akranesi til framkvæmda. Vísar bæjarráð einnig í lögfræðiálit Jóhannesar Karls Sveinssonar frá liðnu sumri, þar sem hann telur að samningurinn við Kalmansvík baki Akraneskaupstað ekki sérstaka hættu á skaðabótaskyldu og vísar lögfræðingurinn til þeirra stjórsýslulegu skyldna sem sveitarfélagið er háð.

 

Skipulagstillaga Kalmansvíkur verður því kynnt bæjarstjórn á næstunni. Eins og samkomulagið gerði ráð fyrir ber Kalmansvík ehf. alfarið sinn kostnað af allri hönnun og undirbúningi skipulagstillagna fyrir hektarana sjö, Hausthúsahverfið. Samþykki bæjarstjórn tillöguna fer hún í venjubundið skipulagsferli. Eins og Skessuhorn hefur greint frá felst í fyrrgreindu samkomulagi við Kalmansvík ehf. að verði skipulagstillagan samþykkt fær félagið svæðið til byggingaframkvæmda, sem samkvæmt nýju tillögunum gera ráð fyrir byggð fyrir 50 ára og eldri. Alls fast að 320 íbúðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is