Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2007 10:47

Þrennt slasaðist í hörðum árekstri

Þrjú ungmenni slösuðust talsvert og tveir bílar eru gjörónýtir eftir harðan árekstur á mótum Faxabrautar og Jaðarsbrautar á Akranesi sl. mánudagskvöld. Bíl var ekið með miklum hraða af Faxabraut og lendir á kyrrstæðum bíl sem stóð við hornhús. Við áreksturinn kastaðist farþegi í aftursæti fram yfir farþega í framsæti og skarst mikið í andliti og missti framan af fingri. Hinir tveir hlutu meðal annars kviðáverka. Líðan fólksins er að sögn lækna eftir atvikum.   Það var rétt fyrir klukkan 23 sem fólksbíll kom af  Faxabrautinni inn á Jaðarsbraut á mikilli ferð, að því er lögreglan telur. Bíllinn lenti á kyrrstæðum mannlausum Ford pickup, af stærstu gerð sem stóð utan við endaíbúð í raðhúsi við gatnamót Jaðarsbrautar og Faxabrautar. Tvö ungmennanna voru komin út úr bílnum þegar lögreglan kom að, en sjúkraflutningamenn aðstoðuðu það þriðja. Þau voru öll flutt á Sjúkrahúsið á Akranesi og tvö þeirra síðan áfram á Landspítalann.

Vitni og verksummerki benda til að um ofsaakstur hafi verið að ræða, að sögn lögreglunnar á Akranesi. Hraði fólksbílsins var slíkur að hann kastaði pallbílnum, sem er fjögur og hálft tonn að þyngd, á girðingu og húsvegg og olli með því tjóni við húsið.

Fríða Benediksdóttir, sem býr í íbúðinni sem bílarnir lentu á, segir að ófremdarástand ríki vegna hraðaaksturs á Faxabraut. Segir hún húsráðendur hafi áður orðið fyrir tjóni af völdum hraðaksturs þar sem ökumenn ráða ekki við aðstæður. „Pallbíllinn sem jafnan stendur hér á bílastæðinu utan við íbúðina hefur sloppið fram þessu, en fólksbíll hefur verið skemmdur fyrir okkur. Við höfum óskað eftir vegriði hér við gangstéttina til að verja okkur fyrir þessari hættu, eða hraðahindrun á götuna, en það hefur ekki fengist,“ segir Fríða. Þá eru ekki mörg ár síðan bíl var ekið á ljósastaur sem er við húsgaflinn og hann gjöreyðilagður ásamt bílnum. Ekki urðu slys á fólki í því tilfelli.

Að sögn Jóns S. Ólasonar yfirlögregluþjóns er lögreglan reglulega með hraðamælingar á Faxabrautinni en það virðist lítt stoða eins og dæmin sanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is