Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2007 11:08

Markvisst forvarnastarf slökkviliðsmanna

Slökkvilið Borgarbyggðar hefur á undanförnum árum sinnt markvissri fræðslu og forvarnarstarfi í eldvörnum í sveitarfélaginu. Það er meðal annars gert með heimsóknum bæði í leik- og grunnskóla á svæðinu. Undanfarnar vikur hafa slökkviliðsmenn farið í alla leikskóla í Borgarbyggð með verkefnið ,,Loga og Glóð.” Farið var tvisvar sinnum í heimsókn í hvern leikskóla. Í fyrri heimsókninni var farið yfir ástand eldvarna í leikskólunum og afhent gögn sem nýtast til innra eftirlits með eldvörnum. Börnin eru þannig virkjuð með kennurunum í eftirlitinu. Þá gerðu leikskólarnir og slökkviliðið með sér samkomulag um eldvarnir og fræðslu í leikskólunum.

Í seinni heimsókninni hittu slökkviliðsmenn elstu börnin á leikskólunum, sögðu þeim frá mikilvægi eldvarna og sýndu þeim búnað sinn. Þá var börnunum afhent mappa með verkefnum sem tengjast eldvörnum bæði í leikskólunum og á heimilum.

 

 

Eldvarnavika framundan

Á aðventunni og fram yfir áramót er notkun opins elds og rafmagnstækja í hámarki og af því hafa hlotist eldsvoðar og alvarleg slys. Eldvarnaátak Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna miðar að því að hvetja almenning til varkárni í umgengni við eld og huga að brunavörnum á heimilinu. “Við teljum að átakið hafi ótvírætt sannað gildi sitt. Nemendur 3. bekkjar grunnskólanna eru heimsóttir og þeir fræddir um eldvarnir og fá að gjöf ennisljós. Auk þess eiga þeir kost á að taka þátt í eldvarnagetraun. Dregið verður úr réttum lausnum og vegleg verðlaun afhent á 112 daginn sem er 11. febrúar. Þá gefst börnunum kostur á að skoða slökkvibíl á skólalóðinni. Þessi verkefni eru bæði unnin á landsvísu og við tökum fullan þátt í því,” sagði Haukur Valsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri og eldvarnareftirlitsmaður í Borgarbyggð í samtali við Skessuhorn.

 

Haukur segir að unnið sé að gerð rýmingar- og neyðaráætlana fyrir alla leik- og grunnskóla í Borgarbyggð og er sú vinna vel á veg komin. Hefur rýmingaræfing þegar farið fram í sumum skólanna. Þá koma starfsmenn Slökkviliðs Borgarbyggðar þessa dagana á fundi með starfsfólki leik- og grunnskólanna í Borgarbyggð með fræðslu um fyrstu viðbrögð við eldsvoða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is