Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2007 01:45

Útvarpað úr Skrúðgarðinum um næstu helgi

„Við fáum mjög góðar viðtökur núna eins og jafnan. Nú bregðum við út af vananum og verðum með útsendingarnar frá kaffihúsinu Skrúðgarðinum. Við höfum notið mjög mikils velvilja hjá Fjölbrautaskólanum og fengið að vera þar, en það er sjálfsagt enn skemmtilegra að vera niðri í bænum og verður ennþá líflegra. Óli Palli sem er aðalhjálparhellan okkar og tæknimaður hefur einmitt lagt áherslu á að við værum meira sýnilegri í bænum og nú fær hann sínu framgengt,“ segir Heiðbjört Kristjánsdóttir formaður Sundfélags Akraness, sem veitir nú Útvarpi Akraness forstöðu í tuttugasta sinn.

Heiðbjört segir að dagskráin sé orðin fullmótuð og margir góðir þættir verði í útvarpinu.

 „Það er t.d. á föstudaginn sem Magnús Þór Hafsteinsson ætlar að taka púlsinn á menningunni, enda á heimavelli, formaður menningar- og safnanenfndar. Þá er þáttur sem heitir “Akranes síðdegis” og þar mun markaðsdeild Akraness með Tómas Guðmundsson í broddi fylkingar fjalla um hvað er að gerast í bænum og svona um lífið almennt. Síðan rekur hver liðurinn annan og m.a. mæta þarna gömlu rokkbrýnin Tommi Rúnar og Jón Allans, þéttari sem aldrei fyrr, og spila gamla vinilinn.“

Heiðbjört segir að viðbrögðin hjá fyrirtækjum í bænum hafi verið mjög góð og gengið vel að safna auglýsingum. „Fyrirtækin taka okkur alltaf vel og styðja þétt við bakið á okkur. Það er mög þakkarvert, því útvarpið er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir sundfélagið,“ segir Heiðbjört.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is