Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2007 04:00

Sigríður Margrét hlýtur alþjóðleg verðlaun

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands hlaut í gær fyrstu verðlaun sem stjórnandi áhugaverðs nýsköpunarfyrirtækis á alþjóðlegri ráðstefnu kvenna í atvinnurekstri, sem haldin er um þessar mundir í Kairo. Sigríður Margrét var ein af 12 konum sem tilnefndar voru hér á landi en konur frá fjölda landa víðsvegar um heiminn voru einnig tilnefndar. Ráðstefnan í Kairo er haldin í tengslum við þing kvenna í stjórnunarstöðum inna OECD. Verðlaunin eru mikill heiður og hvatning til Sigríðar Margrétar, eiginmanns hennar og annars starfsfólks setursins og ekki síður viðurkenning fyrir þá starfsemi sem byggð hefur verið upp í Landsnámssetrinu í Borgarnesi.

Kjartan Ragnarsson, eiginmaður Sigríðar Margrétar bloggaði sl. nótt, þegar honum hafði borist fregnirnar:

 

“Ég er svona rétt að jafna mig á þessu. Sirrý var að hringja og sagði að Landnámssetur Íslands hafi verið valið áhugaverðasta nýsköpunarfyrirtækið á þinginu í Kairó. Til hamingju Sigríður Margrét! Þessi heiður er að sjálfsögðu ómetanlegur fyrir setrið. Í öllu kynningarstarfi mun þessi viðurkenning koma Landnámssetri og áframhaldandi starfi okkar til góða. Sirrý mun sjálf skýra bertur frá þessu hér á næstu dögum. Ég veit lítið meira en að hún var valin með áhugaverðasta fyrirtækið í nýsköpun á þessu alþjóðlega þingi,” sagði Kjartan.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is