Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2007 03:55

Endanlegt tjón á kirkjuorgeli liggur ekki fyrir

Eins og greint hefur verið frá hér á Skessuhornsvefnum varð allnokkuð tjón í Borgarneskirkju í síðustu viku þegar inntaksgrind hitaveitunnar í kirkjuna gaf sig og mikla gufu lagði um bygginguna. Undanfarna viku hefur verið unnið að ýmsum lagfæringum á innanstokksmunum í kirkjunni. Mestar áhyggjur höfðu menn af ástandi pípuorgelsins sem er á kirkjuloftinu. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarneskirkju, sagði í samtali við Skessuhorn að ekki væri búið að meta skemmdir á orgelinu en ljóst væri að þær væru miklar. “Björgvin Tómasson orgelsmiður hefur unnið að mati á skemmdunum og viðgerðum á orgelinu fyrir okkur undanfarna daga. Nú er stefnt að því að brjáðabirgðaviðgerðum á því verði lokið fyrir athöfn sem verður í kirkjunni nk. laugardag og hefur Björgvin tekið orgelið í sundur og farið með ýmsa íhluti til viðgerðar á verkstæði sínu. Vonandi mun hljóðfærið gefa frá sér réttu hljóðin þegar kemur að helginni.

Hinsvegar er ekkert hægt að segja til um endanlegt tjón á hlóðfærinu þegar svona viðkvæmur og flókinn hlutur er annarsvegar. Skemmdir geta átt eftir að koma í ljós á næstu vikum og mánuðum og vissulega má segja að þetta líti ekki vel út þar sem óvissan er mikil um hvernig ýmiss mekanismi stenst þann mikla hita sem þarna varð,” sagði Steinunn Árnadóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is