Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2007 08:20

Ofsaveðursbíllinn lítið notaður

Björgunarfélag Akraness hefur í eigu sinni allsérstæðan bíl sem fær er til aksturs við skilyrði þar sem nánast engu öðru farartæki er fært. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Bens Unimog, árgerð 1990. Hann vegur 10 tonn og er ástæða þess meðal annars sú að yfirbygging hans er úr 9 mm hardox stáli og glerið í honum er 90 mm sérstyrkt og þar að auki er hægt að loka gluggum með stállokum. Meðal búnaðar bílsins má nefna 15 tonna spil, filterbúnað til að sýja innblástur, snjótönn og ýmislegt fleira. Þessi lýsing á e.t.v. betur við brynvarðan bíl úr Persaflóastríðinu en björgunarsveitarbíl á stríðslausu Íslandi.

“Þýska ríkið færði okkur þennan bíl að gjöf árið 2001 í þeim tilgangi að hann yrði notaður við hættulegar aðstæður, svo sem í roki, við björgun úr sjávarmáli eða í stórhríð. Í næsta nágrenni við okkur eru þekktir óveðursstaðir eins og vegurinn um Kjalarnes, Hafnarfjall og við Akrafjall og þar geta komið upp aðstæður þar sem veita þarf aðstoð en venjulegum ökutækjum er illfært. Því er bíll sem þessi nauðsynlegt öryggistæki,” segir Ásgeir Örn Kristinsson, formaður björgunarfélagsins í samtali við Skessuhorn. Hann bætir því við að viðbragðaðilar hafi lítið nýtt sér bílinn og þjónustu félagsins með hann. “Ég skora á lögreglu og aðra sem leita þurfa aðstoðar við viðsjárverðar aðstæður að muna eftir þessum bíl í þeim tilfellum,” segir Ásgeir sem segist hugsi yfir mjög lítilli notkun á bílnum, þrátt fyrir að veðuraðstæður hafi skapast þar sem vissulega væri ástæða til að grípa til bílsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is